VERÐDÆMI

Þau verðdæmi sem gefin eru upp  á vef Icelandair eru byggð á skráðum fargjöldum. Athugið að uppgefið pakkaverð er “verð frá” miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni. Þegar lægsta fargjaldið er uppselt hækkar pakkinn sem nemur verðmismuni á milli fargjaldaflokka. Öll verðdæmi miðast við að þau séu bókuð gegnum vef Icelandair. www.icelandair.is/pakkaferdir Öll verðdæmi miðast við einstaklinga. Fyrir hópa, 20 eða fleiri, þarf að leita sértilboða hjá hópadeild Icelandair, hopar@icelandair.is

VERÐ, VERÐBREYTINGAR OG SKILMÁLAR

Uppgefið verð getur breyst til samræmis við breytingar sem kunna að verða á eftirtöldum þáttum: a) Flutningskostnaði, þar með talið eldsneytisverði. b) Álögum, sköttum eða sérgreiðslum fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld eða eldsneytisgjöld. c) Gengisbreytingum. d) Skilmálum og viðskiptareglum greiðslukorta. Icelandair áskilja sér rétt til að leiðrétta villur sem kunna að leynast í bæklingnum eða á vef Icelandair.

BÓKUN FERÐA OG AFPÖNTUN

Þegar pantað er þarf að koma fram fullt nafn allra þátttakenda í pakkaferð, kennitala, heimilisfang, heimasími, vinnusími og aldur barna.

FORFALLAGJALD

Icelandair bjóða forfallagjald (tryggingu) sem fólki er ráðlagt að kaupa. Gjaldið er 2.050 kr. fyrir fullorðna og 1.030 kr. fyrir börn. Greiðsla forfallagjalds tryggir endurgreiðslu á þeim hluta fargjalds og gistikostnaðar sem greiddur hefur verið og ekki fæst annars endurgreiddur, ef farþegi getur ekki farið í fyrirhugaða ferð vegna: Dauðsfalls, skyndilegs alvarlegs sjúkdóms eða slyss sem krefst sjúkrahússvistar hans, maka hans, hvort sem um er að ræða maka samkvæmt hjónabandi eða staðfestri samvist, sambýlismaka, barns farþega eða barnabarns, foreldra hans eða tengdaforeldra, afa hans, ömmu eða systkina (framvísa þarf vottorði), verulegs eignatjóns á heimili hans eða í einkafyrirtæki sem gerir nærveru hans nauðsynlega (lögregluskýrsla liggi fyrir). Framangreind tilvik skulu vera þess eðlis að óhjákvæmilegt sé að afturkalla áður gerða pöntun. Sé ferð afturkölluð af ástæðum sem taldar eru upp hér að ofan er forfallagjald, þjónustugjald, lántökukostnaður og endurgreiðslugjald óafturkræft. Kynnið ykkur vel allar tryggingar og skilmála þeirra hjá söluaðilum.

AFPÖNTUN OG ENDURGREIÐSLA

Ferð afpöntuð meira en 30 dögum fyrir brottför: - Full endurgreiðsla að 15.000 kr á mann undanskildu. Ferð afpöntuð 15 - 29 dögum fyrir brottför: - 30% af verði ferðar óendurkræft. Ferð afpöntuð 7 - 14 dögum fyrir brottför: - 50% af verði ferðar óendurkræft. Ferð afpöntuð minna en 7 dögum fyrir brottför: - Engin endurgreiðsla. Endurgreitt er inná kreditkort sem greitt var með. Endurgreiðslugjald er 2.000 kr á mann. Ofangreindir afpöntunar- og endurgreiðsluskilmálar eiga eingöngu við einstaklingssölu. Þessir skilmálar eiga ekki við um sérferðir og hópa bókaða í hópadeild.

„Þegar tveir eða fleiri aðilar bóka ferð saman þá eiga ofangreindar reglur um afpöntun einungis við ef afpantað er fyrir báða eða alla aðila. Ekki er hægt að afpanta ferð fyrir hluta af slíkum hópi.“

Athugið: Pakkaferðum  er ekki hægt að breyta, hvorki breyta  dagsetningu, herbergjategund, fjölda í herbergi  né skipta um gististað.

FULLNAÐARGREIÐSLA OG GREIÐSLUKJÖR Greiða þarf ferð að fullu um leið og pakkaferð er bókuð en boðið er upp á greiðsludrefingu í samstarfi við VISA og MASTERCARD.

Hótel í USA  áskilja sér rétt til til að innheimta við komu á hótel viðbótargjald (resort fee) frá usd 2 til usd 10 á dag. Þetta er ekki hægt að greiða áður heldur þarf að greiða þessa upphæð aukalega beint til hótelsins við komu.

TRYGGINGAR

Ástæða er til að hvetja farþega til að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er upp í langferð. Sé ferð greidd með greiðslukorti a.m.k. að hálfu fylgir oftast með ókeypis ferðatrygging frá greiðslukortafyrirtækjunum. Athugið að þessar tryggingar eru mjög mismunandi eftir tegund greiðslukorts. Kynnið ykkur vel skilmála sem fá má í sérprentuðum bæklingum frá greiðslukortafyrirtækjunum. Veikindi eða slys erlendis: Kynntu þér vel bækling Tryggingarstofnunar ríkisins “Veikindi eða slys erlendis - hvaða rétt átt þú?" Bæklinginn getur þú nálgast hjá söluaðilum eða Tryggingastofnun ríkisins.

FLUGIÐ

Upplýsingar um brottfarar- og komutíma flugvéla fást hjá Icelandair í síma 50 50 500 allan sólarhringinn og í textavarpi bls. 420-421. Brottfarartímar og flugtímar eru áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs og af tæknilegum orsökum. Einnig geta þeir sem eru með VIT kort Símans fengið upplýsingar um komu og brottfarartíma í gegnum GSM-símann. Brottför frá Íslandi: Mæting í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er í síðasta lagi 1 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma, hvort sem um er að ræða almenna innritun eða flýtiinnritun. Ætli farþegar að versla er mælt með að mæta 1 1/2 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma. Í tengslum við allar flugferðir bjóðast rútuferðir með Kynnisferðum frá BSÍ í Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna hér: www.re.is Farangur: Hámarksfarangur fullorðinna og barna eldri en 2ja ára til og frá Íslandi er 20 kg á farþega á almennu farrými en 30 kg á Saga Class farþega. Í ferðir til og frá Bandaríkjunum má hver farþegi hafa 2 töskur. Hver taska má vera hámark 23 kg (og hámarksstærð er 158 sm (lengd+breidd+hæð). Ef taska er þyngri en 23 kíló en ekki þyngri en 32 kíló greiðist 1.800 kr. á hverja tösku til Bandaríkjanna. Börn yngri en 2ja ára fá 10 kg á Evrópu. Til Bandaríkjanna eina litla tösku (samanlögð lengd, breidd og hæð hámark 115 cm) þyngd 10 kg. Farþegum er heimilt að hafa með sér eftirfarandi handfarangur: Almennt farrými: Tösku, hámarksstærð 55x35x25 sm. Þyngd 6 kg Saga Business Class: 2 Töskur, hámarksstærð 55x35x25 sm hvor og hámarksþyngd 9kg samtals. Við mælum með því að farþegar beri fjármuni, skartgripi, mikilvæg skjöl, lyf og ferðatölvur í handfarangri. Um sérstakan farangur eins og hjól, golfsett og skíði gilda ákveðnar reglur sem áríðandi er að kynna sér vel. Börn undir 2ja ára aldri fá ekki úthlutað sæti um borð í vélunum og skulu þau sitja hjá foreldrum eða umsjónarmanni.

INNRITUN

Handfarangur eingöngu: Farþegar sem eingöngu eru með handfarangur, þ.e. eitt stykki sem ekki vegur meira en 6 kg á almennu farrými/ 9 kg á Saga Class farrými, geta farið beint í vegabréfaskoðun og innritað sig síðan á þjónustuborði í brottfararsal í síðasta lagi 1 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma.

Á ÁFANGASTAÐ

Icelandair ber ekki ábyrgð á vanefndum eða því sem úrskeiðis fer hjá gististöðum erlendis.

Hótel í Florida áskilja sér rétt til til að innheimta við komu á hótel viðbótargjald (resort fee) frá usd 2 til usd 10 á dag. Þetta er ekki hægt að greiða áður heldur þarf að greiða þessa upphæð aukalega beint til hótelsins við komu. Aðbúnaður/þjónusta: Icelandair bera ekki ábyrgð á ef aðbúnaður og þjónusta gististaðanna er tímabundið ekki fyrir hendi, t.d. sökum bilana, lokunar á veitingastöðum eða viðgerða, t.d. ef sundlaug er lokuð vegna hreinsunar eða vegna endurnýjunar. Þótt misjafnlega sé staðið að þrifum á gististöðum ná þau oft á tíðum ekki að standa undir kröfum Íslendinga. Komi upp óánægja með þrif á vistarverum skal tafarlaust hafa samband við stjórnendur viðkomandi gististaðar. Í stúdíóum og íbúðum miðast eldhúsbúnaður við hámarks fjölda gesta. Gestir bera ábyrgð á eldhúsbúnaði ásamat öðrum húsbúnaði meðan þeir dvelja í íbúðum. Afföll og skemmdir skal gera upp við gististaðinn fyrir brottför. Herbergi/íbúðir: Í sérsamningum Icelandair er miðað við ákveðna gerð herbergja/íbúða á hóteli en ekki allar gerðir herbergja sem í boði eru áhótelinu. Ef viðskiptavinur er óánægður með herbergi/íbúð við komu á hótel getur hann stundum fengið betra herbergi gegn aukagjaldi sem hann greiðir beint til hótelsins á staðnum. Tveggja manna herbergi er ýmist með tveimur einstaklingsrúmum eða hjónarúmi (breidd 135 cm - 180 cm, allt eftir hótelum). Sum hótel bjóða eingöngu aðra hvora gerð tvíbýlisherbergja. Ef viðskiptavinur óskar sérstaklega eftir annarri hvorri gerð þarf að taka það fram við bókun og mun reynt að uppfylla þá ósk. Þriggja manna herbergi er í öllum tilfellum tveggja manna herbergi (ýmist með hjónarúmi eða tveimur rúmum) og aukarúmi fyrir þriðja mann. Aukarúmið getur verið einstaklingsrúm, svefnsófi eða færanlegt rúm (“roll away"). Þegar þriðja rúmið er komið inn, má gera ráð fyrir að fremur þröngt sé orðið í herberginu. Á gististöðum í Bandaríkjunum eru þriggja manna herbergi með tveimur hjónarúmum (153*200) (á sumum hótelum er hægt að fá aukarúm gegn gjaldi sem greiðist á staðnum). Þriggja manna herbergi eru einkum ætluð fyrir fjölskyldur með börn. Fjögurra manna herbergi eru með einu hjónarúmi og tveimur aukarúmum (sbr. lýsingu á aukarúmi í þriggja manna herbergi hér að framan) eða tveimur kojum. Á gististöðum í Bandaríkjunum eru fjögurra manna herbergi með 2 hjónarúmum(153*200). Geymsla verðmæta: Við mælum eindregið með að viðskiptavinir geymi alls ekki peninga né annað verðmæti á herbergjum heldur nýti sér öryggishólf hótelanna, sem eru yfirleitt í gestamóttöku. Einstaka hótel bjóða öryggisskáp í herbergjum. Hvorki hótelin né Icelandair eru ábyrg ef verðmæti tapast úr herbergjum. Séróskir: Icelandair eru umboðsaðilar gististaða og hafa ekki yfirráð yfir gistirými. Yfirmenn gististaðanna sjá um niðurröðun gesta í herbergi/íbúðir og starfsfólk Icelandair getur ekki ábyrgst að séróskum farþega sé fullnægt umfram það sem getið er um í gistilýsingum og verðlista. Séróskum farþega verður þó að sjálfsögðu komið á framfæri við gististaði. Innritun á gististað: Hin almenna starfsregla gististaða er að herbergi/ íbúð eru laus fyrir gesti á bilinu 12:00 - 17:00. Séu herbergi/íbúðir ekki tilbúin, þegar gestir koma á gististað, er hægt í flestum tilfellum að fá farangur geymdan hjá burðarmönnum ("porters desk") hótelsins. (Verður stundum að greiða þóknun fyrir). Ef viðskiptavinur ætlar að innrita sig á hótel eftir kl. 18:00, verður hann að láta vita við bókun eða hringja á hótelið, því að skv. almennum starfsreglum gististaða ber þeim ekki að halda herbergi/íbúð eftir kl. 18:00. Yfirbókun hótela/íbúða: Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum í pöntunum. Stundum kemur upp sú staða að gististaðir hafa ekki pláss fyrir alla þá viðskiptavini sem eiga staðfestar pantanir. Gististaðirnir eru þá skyldugir til að útvega viðskiptavinum, sem ekki fá inni, sambærilegt eða betra hótel.

Icelandair bera ekki ábyrgð á yfirbókunum hótela, en aðstoða farþega eftir föngum. Afskráning á gististað: Almenna starfsreglan er sú að rýma þarf herbergi/íbúð milli kl.10:00 -12:00 á brottfarardegi. Ef óskað er eftir að halda herbergi/íbúð lengur er það stundum hægt gegn gjaldi sem greiðist á staðnum. Ef viðskiptavinur fer með kvöldflugi er hægt að fá farangur geymdan hjá burðarmönnum hótelsins ("porters desk") og verður stundum að greiða þóknun fyrir.

Bílaleigur:

Icelandair eru umboðsaðilar fyrir bílaleigur, en bera ekki ábyrgð á vanefndum eða mistökum slíkra fyrirtækja sem ekki hafa orðið vegna mistaka hjá Icelandair. Fáið upplýsingar hjá sölumönnum um lágmarksaldur ökumanns og hvaða takmarkanir eru á akstri milli landa. Athugið að leigutaki verður að hafa meðferðis kreditkort, skráð á sitt nafn og gilt ökuskírteini. Ekki er hægt að staðfesta ákveðna bílategund heldur er staðfestur flokkur. Tegundir bíla sem eru til innan hvers flokks geta breyst með litlum fyrirvara. Icelandair bera ekki ábyrgð ef bíll í staðfestum bílaflokki er ekki til, það er á ábyrgð bílaleigu að leysa slíkt með því að láta leigutaka í té bíl í öðrum flokki án þess að hann beri aukakostnað. Áríðandi er að kynna sér vel hvað er innifalið í fyrirframgreiddu gjaldi fyrir bíl og hvernig tryggingamálum er háttað. Í sumum tilfellum eru í boði viðbótartryggingar sem leigutaki semur um kaup á beint við bílaleiguna og greiðir á staðnum. Áríðandi er að leigutaki viti að víða er ekki hægt að kaupa af sér alla sjálfsábyrgð, hann ber ábyrgð upp að vissri upphæð ef óhapp verður. Nauðsynlegt er því að leigutaki skoði bílinn vel þegar hann tekur við honum og láti skrá t.d. ef einhverjar rispur sjást. Við mælum eindregið með að einhver frá bílaleigunni sé fenginn til að skoða bílinn þegar honum er skilað. Góð regla er að skila bíl fullum af bensíni (geymið kvittun fyrir bensíninu) þar sem það er oft töluvert dýrara að kaupa það hjá bílaleigunum ef ekki hefur verið valið að kaupa fullan tank fyrirfram. Leigudagur miðast við 24 tíma, ef farið er 59 mín fram yfir umsaminn leigutíma greiðist aukadagur á fullu verði. Þarna hefst nýtt leigutímabil sem leigutaki semur um beint við bílaleiguna á viðkomandi leigustað. Aðgætið vel hvað þið skrifið undir á leigusamningnum.

ÖNNUR ÞJÓNUSTA

Icelandair hafa samvinnu við ýmsa aðila í ferðaþjónustu sem leigja t.d. sumarhús eða selja alferðir sem hefjast í öðrum löndum. Þessir aðilar hafa mismunandi skilmála, t.d. varðandi bókunarfyrirvara, innborganir, tryggingu, afpöntun og fleira.

VANDAMÁL

Ef af einhverjum ástæðum koma upp vandamál í ferðinni skal tafarlaust hafa samband við fararstjóra þar sem þeir eru, eða við söluaðila á Íslandi. Þeir munu reyna að greiða úr hvers manns vanda og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið á staðnum. Takist það ekki svo viðunandi sé að mati farþega skal hann snúa sér til Þjónustueftirlits Icelandair, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík, strax eftir komuna til landsins eða í síðasta lagi innan mánaðar frá því að viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina. Vinsamlegast athugið að athugasemdir viðskiptavina verður að leggja fram skriflega svo að þær fái eðlilega afgreiðslu.

VEGABRÉF OG ÁRITANIR

Gætið vel að gildistíma vegabréfsins fyrir brottför og að það sé ekki útrunnið. Íslenskir ferðamenn þurfa ekki vegabréfsáritun til þeirra landa í Evrópu sem Icelandair fljúga til. Til Bandaríkjanna þarf áritun í sumum tilfellum og er nauðsynlegt að huga að því tímanlega. Gætið vel að gildistíma vegabréfsins fyrir brottför og að það sé ekki útrunnið. Íslenskir ferðamenn þurfa ekki vegabréfsáritun til þeirra landa í Evrópu sem Icelandair fljúga til. Til Bandaríkjanna þarf áritun í sumum tilfellum og er nauðsynlegt að huga að því tímanlega.

Frá og með 12. janúar 2009 verða ferðamenn--frá löndum sem eru undanþegin vegabréfsáritun til Bandaríkjanna ("Visa Waiver Program")--að sækja um rafræna ferðaheimild á vef bandarískra innflytjendayfirvalda; sjá:

Electronic System for Travel Authorization (ESTA) 

Frá og með 1.október 2003 þurfa allir sem ferðast til Bandaríkjanna án áritunar að framvísa vegabréfi sem hægt er að lesa upplýsingar úr með rafrænum hætti. Á Íslandi var farið að gefa út slík vegabréf þann 1.júní 1999 og eru þau frábrugðin eldri útgáfu m.a. að því leyti að síða þrjú í vegabréfinu er klædd hörðu plasti. Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna eftir 1.október 2003 með eldri útgáfu af vegabréfi verða að hafa gilda vegabréfsáritun útgefna af sendiráði Bandaríkjanna. Í sumum sérferðum og í ferðum til Rússlands þarf vegabréfsáritun. Leitið ykkur nánari upplýsinga. Öll börn þurfa nú sitt eigið vegabréf.

TOLLFRJÁLS INNFLUTNINGUR

Sjá nánar á www.frihofn.is

ÁÆTLUN ICELANDAIR

Verðdæmi á netsíðunum  eru byggð á flugáætlun Icelandair eins og hún liggur fyrir og eru þau háð breytingum þar á. Icelandair áskilja sér rétt til að leiðrétta villur sem kunna að leynast á netsíðunum.